Ert þú að halda viðburð ársins ?

Citrus sérhæfir sig í fagmannlegri og sérsniðinni kokteil þjónustu fyrir allskyns viðburði.

Kokteilseðill

Við setjum saman kokteilseðil eftir þínum óskum fyrir þinn viðburð.

Undirbúningur

Við sjáum um allan undirbúning og skipulagsvinnu. Á meðan getur þú slakað á, eða einbeitt þér að öðru.

Viðburðurinn

Við stillum upp barnum og tökum viðburðinn þinn á næsta level.

Hvernig virkar Citrus ?

Hafðu samband

Þegar allar helstu upplýsingar eru komnar á hreint svo sem dagsetning, gestafjöldi og tímasetning getum við gefið verðtilboð. Eftir það förum við á fullt í skipulagsvinnu og uppsetningu á kokteilseðli.

Allt frá grunni

Við notum alltaf ferskustu hráefnin sem völ er á. Við undirbúum okkar nýkreistu safa og heimatilbúnu síróp samdægurs til þess að tryggja að við séum að bjóða upp á bestu mögulegu kokteilana á  þínum viðburði.

Allur pakkinn

Við komum með allt sem þarf til kokteilgerðar, að áfengi undanskyldu. Meðal annars ferðabarinn, verkfæri, glös, hráefni, rör og skraut.

Teymið

Barþjónateymið okkar samanstendur af reynslumiklum barþjónum sem allir eiga það sameiginlegt að vera með snyrtileg vinnubrögð, ríka þjónustulund og fagmannlega framkomu.

Orðið á götunni

Ég hef bókað þessa snillinga á viðburði fyrir Concept Events þar sem þeir sjá um kokteilana frá A-Ö með þvílíkri fagmennsku. Kokteilarnir hjá þeim eru fallegir, frumlegir, skemmtilegir og mjög góðir. Mæli klárlega með þeim!

Sandra Ýr DungalConcept Events

Þessir meistarar voru með fullkomna þjónustu í brúðkaupinu mínu í sumar. Báru fram hvern drykk fullkominn á fætur öðrum og gæðin alltaf númer eitt. Munum klárlega nýta okkur þeirra þjónustu aftur.

Andri Týr Rakarastofan Herramenn

Mæli 100% með Citrus - Cocktail co. Ótrúlega skemmtileg viðbót við veisluna og besti Basil Gimlet sem ég hef smakkað!

Arna Grímsdóttir

Meiri snillingarnir! Svo ótrúlega ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun og fengið barþjón í afmælið mitt og sé heldur betur ekki eftir því! Þetta algjörlega gerði partíið og stemninguna að hafa meistara barþjón og svona veglegan og flottan bar.
Þjónustan var líka 100% professional og það var rosalega þægilegt að þeir komu með glös og allt sem þurfti.
Ekki skemmir fyrir hvað kokteilarnir voru góðir 🙂

Tanja ÝrTanja Yr Cosmetics

Fyrirmyndarþjónusta og flott umgjörð sem Citrus býður upp á. Kokteilarnir hver öðrum betri. Fagmenn fram í fingurgóma sem ég mæli hiklaust með.

Heiðrún GrétarsdóttirNova

Citrus snillingarnir eru fagmenn fram í fingurgóma sem kunna að hrista fram frumlega, fallega og bragðgóða kokteila. Frábært að vinna með þessum hressu og skemmtilegu strákum. Við hjá Tríó Events Reykjavík gefum þeim okkar allra bestu meðmæli.

Anna KatrínTríó Events Reykjavík

Citrus Cocktail Co. á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No posts found.

Make sure this account has posts available on instagram.com.